Um Hábrún ehf.

Hábrún ehf hefur tæplega 20 ára reynslu af fiskveiðum, fiskvinnslu og fiskeldi. Síðustu ár hefur félagið einbeitt sér að fiskeldi og nemur árs framleiðsla fyrirtækisins nú 700 tonnum af urriða (rainbow trout). Framleiðslan er seld bæði innanlands og utan og þá aðallega til Bandaríkjanna. Hábrún hyggur á frekari vöxt og er með í pípunum umsóknir um allt að 17 þúsund tonna eldi í Ísafjarðardjúpi.